fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2024
Fókus

Á barmi heimsfrægðar? Stór plötusamningur enn þann dag í dag

Fókus
Sunnudaginn 11. desember 2022 14:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýjasta þátt Eyfa+ mætti Hreimur Örn Heimisson, söngvari hljómsveitarinnar Land og synir. Í þættinum rifjar Hreimur meðal annars upp þegar Land og synir voru búnir að landa plötusamningi í bandaríkjunum.

„Ég veit nú ekki með á barmi heimsfrægðar, við vorum komnir með miðann, við vorum búnir að kvitta undir samninginn, en það er svolítið eftir.“

Þeir hafi byrjað að vinna að útrás 2000 og áður en hann vissi var hann kominn með annan fótinn í Stóra eplið. Hljómsveitin var búin að taka upp plötu og komnir með plötusamning, sem enn þann dag í dag væri stór samningur.

11. september 2001 var Hreimur að undirbúa ferð til Bandaríkjanna til að leita að íbúð fyrir hljómsveitina, en þá hafi þeir fengið símtal þar sem þeim var tilkynnt að þeir væru ekki að fara neitt.

Meðlimir hljómsveitarinnar horfði ásamt umboðsmanni sínum á sjónvarpsútsendingu þegar seinni flugvélin flaug á Tvíburaturnana og svipurinn á andliti bandarísks umboðsmanns þeirra hafi sagt allt sem segja þurfti um framhaldið.

Hér að neðan má sjá þá Eyfa og Hreim fara yfir útrásarsögu Lands og sona:

Eyfi+ Hreimur
play-sharp-fill

Eyfi+ Hreimur

Þátturinn Eyfi+ er sýndur á föstu­dagskvöldum fram að jólum á Hring­braut, eldri þætti Eyfa má sjá hér.

Gestur þriðja þáttar var Magnús Kjartansson

Smygluðu áfengi í appelsínum í Húsafell – Lífrænn Screwdriver

Gestur annars þáttar var Elísabet Ormslev

Eyfi, Einar og Elísabet Ormslev tóku „þjóðlagaútgáfu“ af Sugar

Gestur fyrsta þáttar var Bjartmar Guðlaugsson

Bjartmar tók lagið hjá Eyfa í gær: Engir fordómar, bara allir jollý á Hollý með túberað hár

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Var komin á þann stað að mér leið eins og ég væri að panta mér vanlíðan á Amazon“

„Var komin á þann stað að mér leið eins og ég væri að panta mér vanlíðan á Amazon“
Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – „Ég er í sjokki og í skýjunum“

Vikan á Instagram – „Ég er í sjokki og í skýjunum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ferill Katy Perry riðar til falls eftir heimskulegar ákvarðanir

Ferill Katy Perry riðar til falls eftir heimskulegar ákvarðanir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur segir okkur þurfa að gera þetta til að vernda heilsuna

Ragnhildur segir okkur þurfa að gera þetta til að vernda heilsuna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Heilabrot: Aðeins örfáir sjá allar konurnar

Heilabrot: Aðeins örfáir sjá allar konurnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Arnór segir gríðarlegan fjölda fólks læknast af stoðkerfisverkjum með hjálp kulda

Arnór segir gríðarlegan fjölda fólks læknast af stoðkerfisverkjum með hjálp kulda
Fókus
Fyrir 4 dögum

Mía sér um afþreyingu fyrir börnin

Mía sér um afþreyingu fyrir börnin
Fókus
Fyrir 5 dögum

Goðsögnin Bob Newhart er látinn

Goðsögnin Bob Newhart er látinn
Hide picture