Roberto Martinez er mögulega að snúa til starfa strax eftir að hafa sagt skilið við belgíska landsliðið.
Þessi 49 ára Spánverji þjálfaði Belgíu á HM í Katar en liðinu mistókst að tryggja sæti sitt í útsláttarkeppninni.
Það var alveg ljóst að Belgar þyrftu á breytingu að halda eftir mótið en frammistaðan var ekki sannfærandi.
Martinez er nú sterklega orðaður við starfið hjá Mexíkó sem er laust eftir að Gerardo Martino var látinn fara.
Mexíkó átti einnig svekkjandi HM eins og Belgía og er liðið í leit að nýjum manni til að koma inn.
HLN í Belgíu segir að Martinez verði ekki lengi atvinnulaus og að starfið í Mexíkó heilli hann töluvert.