Graham Souness segist ekki geta snúið til heimalandsins Skotlands eftir að hafa hrósað enska landsliðinu á HM.
Souness talaði upp mögulega Englands á HM sem er nú úr leik eftir 2-1 tap gegn Frökkum í 8-liða úrslitum í gær.
Það er mikill rígur á milli stuðningsmanna Englands og Skotlands en Souness er Skoti og starfar fyrir breskt sjónvarp.
Hann segist ekki getað farið heim um jólin eftir að hafa hrósað enska landsliðinu og þá sérstaklega eftir að liðið datt úr leik.
,,Ef ég væri þjálfari í dag þá væri þetta síðasta liðið sem ég myndi vilja mæta,“ sagði Souness við ITV.
,,Ég bjóst við því að ef þeir myndu komast framhjá Frökkum, þá væru þeir líklegastir til að vinna mótið.“
,,Það er erfitt fyrir Skota að segja, treystið mér. Þetta þýðir að ég get ekki farið heim um jólin.“