Jordan Pickford, markmaður Englands, reyndi að koma liðsfélaga sínum til varnar eftir leik við Frakkland í gær.
England tapaði 2-1 gegn Frökkum í 8-liða úrslitum HM og eftir leik grét framherjinn Harry Kane.
Kane skoraði eina mark Englands í leiknum en gat jafnað metin í seinni hálfleik úr vítaspyrnu en setti boltann yfir markið.
Eftir leik fóru myndavélarnar allar að Kane sem var í sárum sínum en Pickford sagði þeim að koma sér burt.
Myndir af þessu má sjá hér.