Fótboltinn kemur ekki heim að þessu sinni en enska landsliðið er úr leik á HM í Katar.
England fékk verðugt verkefni í 8-liða úrslitum og spilaði gegn Frökkum og myndi sigurliðið mæta Marokkó.
Það verður Frakkland að þessu sinni sem hafði betur 2-1 með mörkum frá Aurelion Tchouameni og Olivier Giroud.
Antoine Griezmann lagði upp bæði mörk Frakklands í leiknum og átti virkilega góðan leik.
Harry Kane skoraði eina mark Englands úr vítaspyrnu en gat jafnað metin er sex mínútur voru eftir.
Kane fékk þá annað tækifæri á punktinum en að þessu sinni fór boltinn yfir markið.
Harry Kane brennir af! Venjulega er hann öryggið uppmálað á punktinum, en Kane þrumar boltanum yfir markið pic.twitter.com/o6SBKGjCs0
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 10, 2022