fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fókus

Tóku börnin úr skólanum og fóru í ársferðalag um heiminn

„Lærdómur fer líka fram utan skólastofunnar“

Auður Ösp
Föstudaginn 12. febrúar 2016 09:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rosie Murray og eiginmaður Paul Bigmore tóku þá ákvörðun að taka dætur sínar úr grunnskóla í Bretlandi og fara með þær á flakk um heiminn í eitt ár. Margir foreldar hafa gagnrýnt ákvörðunina en Rosie, sem sjálf er menntuð í kennslufræðum stendur föst á þeirri skoðun að lærdómur eigi sér ekki einungis stað innan veggja kennslustofunnar og er viss um að dætur hennar muni snúa til baka úr ferðalaginu lífsreyndari og reiðubúnari til að takast á við lífið.

Það var fyrir sex mánuðum að hjónin tóku af skarið og héldu af stað út í heim með Daisy, átta ára og Clover sem er sex ára. Færst hefur í aukana í Bretlandi að foreldrar veiti börnum sínum heimakennslu en um er að ræða 65 prósent aukningu á síðustu sex árum og í samtali við Daily Mail segir Rosie að hún sjá ekki að þessi ársferð fjölskyldunnar sé nokkuð verri en heimakennsla þar sem börnin fái kennslu á ferðalaginu. „Möguleikinn á því að eyða tíma saman sem fjölskylda og læra í leiðinni var einfaldlega of freistandi.“

Þá segist hún fullviss að reynslan úr ferðalaginu muni nýtast dætrum hennar út ævina. „Á síðustu sex mánuðum hafa þær til að mynsa séð stríðsminjar í Ho Chi Minh City, skoðað Cu Chi göngin úr Víetnam stríðinu, séð hof í Angor Wat og baðað fílsunga. Þær hafa þróað með sér sterk persónueinkenni, til að mynda með því að horfa upp á öngþveiti á indverskri lestarstöð og ná samt að halda ró sinni. Þá hafa þær þurft að læra að aðlaga sig að alls kyns mismunandi siðum og venjum, til dæmis hvað varðar hreinlæti. Þær hafa séð aðstæðurnar sem börn búa við í Kambódíu, Myanmar og Laos og uppgvötvað hversu heppnar þær eru að að eiga leikföngin sín og fötin.“

Þá segir hún það hafa verið afar þroskandi fyrir dæturnar að þurfa að horfast í augu við ótta á ferðlaginu: „Þær hafa þurft að fara langt út fyrir þægindarammann. Fyrir Clover var það að hoppa ofan í djúpt vatn og standa fyrir framan stór dýr og fyrir Daisy var það að tala á erlendu tungumáli, sérstaklega fyrir framan fullorðið fólk. Ég hef líka séð tengslin á milli þeirra styrkjast,“ segir hún.

Þá viðurkennir hún að vissulega hafi komið upp erfiðir tímar á ferðalaginu. „Við höfum öll lært að hversu vel sem þú undirbýrð þig þá getur þú aldrei verið fullkomlega öruggur,“ segir hún og ítrekar að ferðalagið hafi verið þaulskipulagt og allar áhættur teknar með í reikninginn. Þá segir hún að þau foreldrarnir hafi ráðfært sig við skóla stúlknanna í Bretlandi um hvað væri mikilvægast að kenna þeim og vonast hún til að dætur hennar muni ekki dragast aftur úr í námi þegar fjölskyldan snýr aftur heim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“
Fókus
Í gær

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“