Manuel Neuer, markvörður Bayern Munchen, mun ekki spila meira á þessu tímabili vegna meiðsla.
Þetta var staðfest í dag en Neuer fótbrotnaði stuttu eftir að Þýskaland lauk keppni á HM Í Katar.
Neuer verður frá keppni þar til á næstu leiktíð en hann hefur í mörg ár verið aðalmarkvörður Bayern sem og þýska landsliðsins.
Um er að ræða einn allra besta markmann Evrópu sem á að baki yfir 300 leiki fyrir Bayern í Bundesligunni.
Neuer er 36 ára gamall og kominn á seinni ár ferilsins en mun vonandi snúa til baka sterkari en áður.+
Neuer þurfti að fara í aðgerð eftir brotið eins og blaðamaðurinn Fabrizio Romano greinir frá.
Official: Manuel Neuer broke his leg while on holiday and also underwent surgery. His season is over. 🚨🔴 #FCBayern pic.twitter.com/lDwtPXaJNs
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 10, 2022