fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Það er ekki bara dýrt að leigja hjá Ölmu, það kostar mikið að skipta um íbúð – „Svona klípa þeir af tryggingunni minni“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 10. desember 2022 13:00

Mynd: Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alma íbúðafélag hefur mikið verið í fréttum í vikunni vegna skyndilegrar stórhækkunar félagsins á leigu til viðskiptavina sinna. En það kostar ekki bara mikið að leigja hjá Ölmu, mikill kostnaður er samfara því að skipta um íbúð.

Frá þessu greinir leigutaki hjá félaginu sem vildi komast í þriggja herbergja íbúð. Kostnaðurinn við íbúðaskipti er hins vegar yfir 200 þúsund krónum.

„Ég á 900 þúsund krónur inni hjá þeim í tryggingu en svona klípa þeir af tryggingunn minni,“ segir konan sem vill ekki láta nafn síns getið þar sem hún hefur ekki í önnur hús að venda.

Nánar má sjá um þetta í verðskrá Ölmu. Stærsti kostnaðarliðurinn er flutningsgjald, 120 þúsund krónur. Um það segir á vefsíðu félagsins:

„Flutningsgjald er innheimt þegar viðskiptavinur flytur sig milli íbúða innan eignasafns okkar. Gjaldið er greitt til að ljúka gildandi samningi og fella niður uppsagnarfrest, en innifalið í því er einnig skoðunargjald og umsýslukostnaður við gerð nýs samnings fyrir nýju íbúðina. Ef minna en mánuður er eftir af gildandi samningi förum við einungis fram á að umsýslugjald sé greitt.“

En einnig þyrfti konan að greiða þrifagjald, um 60 þúsund krónur, en fleiri gjöld toga kostnaðinn við þetta upp í 200 þúsund.

„Ég ætla að reyna að flytja annað, ég er að leita út um allt núna,“ segir konan, sem segist hafa hætt við íbúðaskiptin.

Hún segir einnig að viðhaldi sé mjög ábótavont og öll slík þjónusta sem þarf að sinna ef eitthvað bilar vera mjög hæga. Hún treystir sér hins vegar ekki út í nánari útlistanir á þeirri reynslu sinni þar sem hún myndi þá hætta á að borin yrðu kennsl á hana.

Sjá nánar verðskrá Ölmu

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Í gær

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“