Louis van Gaal er ekki endilega tilbúinn að leggja þjálfarabókina á hilluna eftir HM með Hollandi í Katar.
Van Gaal er 71 árs gamall en hann tók við Hollandi í þriðja sinn og tryggði liðinu sæti í lokakeppni HM.
Talið var að Van Gaal væri hættur eftir að hafa glímt við erfið veikindi en hann útilokar alls ekki að halda áfram eftir HM.
,,Ég er aðeins að sinna þessu starfi fyrir landið því það kom upp neyðarástand,“ sagði Van Gaal en Holland er úr leik eftir tap gegn Argentínu í gær.
,,Ég mun aldrei segja aldrei og ég er með frábært dæmi – Dick Advocaat… Þessi stjóri er eldri en ég og tók nýlega við liði í næst efstu deild.“
,,Ef ég fæ frábæra áskorun og gott verkefni þá er ég opinn fyrir því að starfa sem þjálfari aðeins lengur.“