Aleksandar Mitrovic, leikmaður Serbíu, er í guðatölu í heimalandinu þrátt fyrir erfitt gengi á HM í Katar.
Serbía féll úr leik í riðlakeppni HM nokkuð svekkjandi en búist var við miklu af liðinu á mótinu.
Mitrovic er nú mættur heim til Serbíu og sást á körfuboltaleik þar í landi í gær og fóru myndavélarnar á loft.
Serbarnir hópuðust að Mitrovic og tóku myndir af honum í stúkunni, eitthvað sem hann vonaðist eftir að sleppa við.
Að lokum stóð Mitrovic upp og þakkaði fyrir stuðninginn en hann er einn besti leikmaður serbnenska liðsins og leikur með Fulham á Englandi.