Dayot Upamecano, varnarmaður Frakklands, er með ráð fyrir leikmenn Englands áður en liðin mætast í 8-liða úrslitum HM.
Upamecano hvetur leikmenn Englands til að fara snemma í háttinn ef þeir eiga að geta stöðvað Kylian Mbappe.
Mbappe þykir vera einn besti sóknarmaður heims og hefur átt mjög gott HM með Frökkum í Katar.
Upamecano hefur margoft þurft að eiga við Mbappe og segir að það sé ekkert venjulegt verkefni að stöðva hann á velli.
Upamecano segir leikmönnum enska liðsins að ná sér í góðan svefn fyrir leikinn og að það sé það eina sem muni gera gæfumuninn gegn þessum eldfljóta framherja.
,,Kylian er allt öðruvísi en aðrir leikmenn. Hann er leikmaður í heimsklassa og það er afskaplega erfitt að mæta honum. Þú þarft að fara snemma að sofa,“ sagði Upamecano.