Brasilía er nokkuð óvænt úr leik á HM í Katar eftir tap gegn Króatíu í vítaspyrnukeppni í kvöld.
Leikurinn var heilt yfir enginn frábær skemmtun en Brassarnir voru í góðri stöðu í framlengingu.
Neymar kom liðinu yfir áður en Króatarnir jöfnuðu metin er þrjár mínútur voru eftir.
Í vítakeppninni sjálfri höfðu þeir króatísku betur sem kemur á óvart en Brassarnir voru fyrir leik taldir á meðal þeirra sigurstranglegustu á mótinu.
Stuðningsmenn Argentínu höfðu ekkert lítið gaman að úrslitunum en liðið spilar klukkan 19:00 við Holland.
Sigurliðið í þeim leik þarf nú ekki að mæta Brössum og spilar þess í stað við Króatíu í næstu umferð.
Think Argentina’s fans enjoyed Brazil’s penalty loss. pic.twitter.com/mUDrXTz0AR
— Gary Lineker 💙💛 (@GaryLineker) December 9, 2022