Brasilía er nokkuð óvænt úr leik á HM í Katar eftir tap gegn Króatíu í vítaspyrnukeppni í kvöld.
Leikurinn var heilt yfir enginn frábær skemmtun en Brassarnir voru í góðri stöðu í framlengingu.
Neymar kom liðinu yfir áður en Króatarnir jöfnuðu metin er þrjár mínútur voru eftir.
Í vítakeppninni sjálfri höfðu þeir króatísku betur sem kemur á óvart en Brassarnir voru fyrir leik taldir á meðal þeirra sigurstranglegustu á mótinu.
Neymar, leikmaður Brasilíu, var miður sín eftir lokaflautið og var huggaður af vini sínum Dani Alves eins og má sjá hér fyrir neðan.
Dani Alves was consoling Neymar after their loss against Croatia 😢❤️ pic.twitter.com/CCZnywVked
— ESPN FC (@ESPNFC) December 9, 2022