Brasilía er nokkuð óvænt úr leik á HM í Katar eftir tap gegn Króatíu í vítaspyrnukeppni í kvöld.
Leikurinn var heilt yfir enginn frábær skemmtun en Brassarnir voru í góðri stöðu í framlengingu.
Neymar kom liðinu yfir áður en Króatarnir jöfnuðu metin er þrjár mínútur voru eftir.
Í vítakeppninni sjálfri höfðu þeir króatísku betur en alla söguna mátti sjá á RÚV að venju.
Hér fyrir neðan má sjá er Brassarnir duttu úr leik.