fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

„Besti vinur minn setti upp nýtt eldhús fyrir okkur… og svaf hjá eiginkonunni minni“

Fókus
Föstudaginn 9. desember 2022 21:00

Mynd tengist frétt ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Besti vinur minn setti upp nýtt eldhús fyrir okkur… og svaf hjá eiginkonunni minni. Ég er brjálaður,“ segir maður í bréfi sem hann skrifar til Dear Deidre, kynlífs- og sambandsráðgjafa The Sun.

Maðurinn segir að um sé að ræða vin sinn sem hann kynntist á meðan þeir voru báðir í háskóla. „Hann var að læra að verða smiður og ég var að læra að verða rafvirki. Við erum núna báðir 47 ára gamlir og hann var svaramaðurinn í brúðkaupinu mínu.“

Í bréfinu segir maðurinn að hann eigi tvö börn með eiginkonunni sinni en þær eru 17 og 14 ára gamlar. Þá er hann guðfaðir frumburðar vinar síns.

„Við hittum oft hann og eiginkonu hans og vorum fjögur saman en hún hélt framhjá honum og nú eru þau að skilja. Ég hef alltaf verið til staðar fyrir hann og svona þakkar hann mér fyrir það, með því að sofa með eiginkonu minni.“

Maðurinn segir þá hvernig hann komst að framhjáhaldinu. „Eiginkonan mín er 43 ára gömul og hún er búin að vera að tala um að hún vilji nýtt og opið eldhús. Ég safnaði fyrir því í heimsfaraldrinum og bað vin minn svo um að setja það upp fyrir mig. Það virtist vera að taka svo langan tíma,“ segir hann.

„Ég kom heim úr vinnunni og þá var hann bara búinn að setja upp kranann eða setja eina hurð á skápinn en það var allt sem hann gerði á heilum degi. Einn daginn kom ég svo heim snemma, fór upp til að skipta um föt og heyrði hljóð koma frá svefnherberginu. Vinur minn var ofan á eiginkonunni minni.“

Maðurinn segist hafa hlaupið niður og að honum hafi verið illt í maganum. „Hvernig gat ég verið svona vitlaus? Ég hafði enga hugmynd um að þetta hafi verið í gangi en ég er viss um að þetta var ástæðan fyrir því að uppsetningin á eldhúsinu gekk svona hægt.“

Eiginkona mannsins segir við hann að hún sjái virkilega eftir þessu. „Hún segir að hann hafi sýnt sér athygli þegar henni leið eins og ég væri annars hugar,“ segir maðurinn.

„Hún hefur ekki rangt fyrir sér. Móðir mín er búin að vera veik svo ég er búinn að hafa áhyggjur.

Maðurinn er nú fluttur inn til móður sinnar til að hjálpa henni og til að hreinsa hugann. Hann er óviss um það hvort hann geti verið áfram með eiginkonunni sinni. „Hún er að biðja mig um að koma heim fyrir jólin en hvernig get ég treyst henni?“ spyr hann Deidre að lokum.

Ekki hægt að hoppa í rúmið með öðrum vegna hraðahindrunar

Deidre svarar manninum og segir að það geti tekið hann langan tíma að læra að treysta eiginkonunni sinni aftur. Hún segir að hann skuldi þó börnunum sínum að reyna að minnsta kosti að halda hjónabandinu á lífi.

Þá segir Deidre að það hafi tvöfaldað skaðann að eiginkona mannsins hafi haldið framhjá honum með besta vini hans. „Ef eiginkonan þín hafði rétt fyrir sér með að þú hafir verið annars hugar þá hefði hún átt að segja eitthvað við þig,“ segir hún svo.

„Þegar maður er í hjónabandi er auðvelt að líða eins og makinn líti á þig sem sjálfsagðan hlut en þú getur ekki hoppað beint í rúmið með einhverjum öðrum þegar það kemur hraðahindrun í sambandið.“

Að lokum hvetur Deidre manninn að fara í hjónabandsráðgjöf með eiginkonunni sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Elísabet Reynis um Ozempic – „Mitt svar er einfalt og hreint NEI!“

Elísabet Reynis um Ozempic – „Mitt svar er einfalt og hreint NEI!“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Annie Mist sendir óvildarmönnum sínum pillu – Ekki á frammistöðubætandi lyfjum

Annie Mist sendir óvildarmönnum sínum pillu – Ekki á frammistöðubætandi lyfjum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Guðni segist hafa sært, meitt og stolið: „En ég hef aldrei gert mistök“

Guðni segist hafa sært, meitt og stolið: „En ég hef aldrei gert mistök“