Valur hefur staðfest það að Kristinn Freyr Sigurðsson sé genginn í raðir félagsins í þriðja sinn, 433.is greindi frá því í fyrradag að Krstinn væri mættur aftur í Val.
Heimir Guðjónsson sem tók við FH á dögunum tók þá ákvörðun fyrir ári síðan að losa sig við Kristin Frey frá Val.
Strax og Heimir tók við FH á dögunum fóru af stað kjaftasögur um að Kristinn færi frá félaginu og nú er það raunin.
Kristinn sem verður 32 ára á næsta ári lék 29 leiki með FH í deild og bikar í sumar og skoraði í þeim leikjum fjögur mörk.
Arnar Grétarsson tók við þjálfun Vals á dögunum og er Kristinn annar leikmaðurinn sem Arnar fær til félagsins, áður hafði félagið fengið Elfar Frey Helgason.
Þetta er í þriðja sinn sem Kristinn gengur í raðir Vals en fyrst kom hann til félagsins árið 2012 en hélt í atvinnumennsku eftir tímabilið 2016 en kom aftur fyrir tímabilið 2018.