fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Nöfnin á speglinum í MH – Ekkert hæft í að nemandi hafi nauðgað litlu frænku sinni

Ritstjórn DV
Föstudaginn 9. desember 2022 13:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í tengslum við MH-málið svokallaða, þar sem nemendur mótmæltu því að þurfa að mæta kynferðisbrotamönnum á göngum skólans. Úr varð hálfgerð bylting í skólanum og voru nöfn meinta gerenda rituð með varalit á spegil inn á salerni í skólanum og fóru myndir af þessum nöfnum í mikla dreifingu á netinu.

Í kjölfarið leituð nokkrir drengir sem voru nafngreindir á speglinum til skólastjórnar og kvörtuðu undan einelti.

Menntaskólinn við Hamrahlíð (MH) vísaði þessum málum til ráðgjafahóps á vegum mennta- og barnamálaráðuneytisins og er meðferð málanna nú lokið eða á lokametrum. MH greinir frá því á vefsíðu sinni að við ítarlega skoðun hjá ráðgjafahópnum komu í sumum tilvikum engar skýringar eða upplýsingar fram um ástæðu þess að nöfn nemenda voru rituð á speglana eða að umræddir nemendur tengdust með öðrum hætti umfjölluninni.

„Í þeim tilvikum bárust heldur engar kvartanir yfir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi viðkomandi nemenda. Sem dæmi má nefna að sú saga að í skólanum sé tiltekinn nemandi sem hafi nauðgað litlu frænku sinni, hefur ekki fengið neina stoð þrátt fyrir ítarlega könnum ráðgjafahópsins. Fór sú saga fyrst á flug þegar nemandinn stundaði nám í öðrum skóla og endurtók sig í MH.“ 

Ráðgjafahópurinn telur að í þeim málum sem tilkynnt voru hafi nemendur, hverra nöfn voru skrifuð á spegilinn, orðið fyrir einelti og útilokun.

„MH ítrekar að í kjölfar þessara mála samþykkti skólinn að verða fyrstur til að innleiða nýjar áætlanir, í samvinnu við Samband íslenskra framhaldsskólanema, sem snerta hvoru tveggja kynferðislega áreitni og ofbeldi sem og einelti. Stendur sú vinna yfir. Eru nemendur hvattir til að nýta þá ferla sem til staðar eru og tilkynna um mál ef upp koma innan skólans, þ.e. með því að leita til starfsfólks MH eða tilkynna í gegnum tilkynningahnapp á heimasíðu skólans. Skólinn ítrekar að hann stendur með öllum þolendum ofbeldis og eineltis, sama af hvaða toga slík mál kunna að vera.“

Sjá einnig: 

Eldfim færsla um MH-málið setti allt á hliðina – „Árið 1920 var að hringja og vill fá pistilinn sinn til baka“

Nemandi í MH:„Ég vil ekki fokking nauðgara í skólanum mínum“

Stjórnendur MH biðjast afsökunar á fyrstu viðbrögðum sínum

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Kiðjabergs- og Naustahverfismálin vekja furðu því meintir morðingjarnir eru ekki taldir sekir um manndráp – Jón Steinar útskýrir hvers vegna

Kiðjabergs- og Naustahverfismálin vekja furðu því meintir morðingjarnir eru ekki taldir sekir um manndráp – Jón Steinar útskýrir hvers vegna
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum
Fréttir
Í gær

Nafntogaðir einstaklingar rökræða neikvæðan dóm um tónleika Bríetar – „Það getur ekki alltaf allt verið gott“

Nafntogaðir einstaklingar rökræða neikvæðan dóm um tónleika Bríetar – „Það getur ekki alltaf allt verið gott“
Fréttir
Í gær

Ef málið væri ekki svona alvarlegt ættu viðbrögð SVEIT heima í áramótaskaupinu

Ef málið væri ekki svona alvarlegt ættu viðbrögð SVEIT heima í áramótaskaupinu
Fréttir
Í gær

Verslunarstjóri ákærður fyrir nauðgun á fötluðum undirmanni sínum og tveimur andlega fötluðum ungmennum

Verslunarstjóri ákærður fyrir nauðgun á fötluðum undirmanni sínum og tveimur andlega fötluðum ungmennum
Fréttir
Í gær

Íslenski morðinginn hlaut 24 ára fangelsisdóm í barnaníðsmáli

Íslenski morðinginn hlaut 24 ára fangelsisdóm í barnaníðsmáli
Fréttir
Í gær

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“

Hinn grunaði morðingi Mangione getur ekki stundað kynlíf en er orðinn kyntákn – „Svooooooo heitur“
Fréttir
Í gær

Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT

Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT