Erling Haaland, ein stærsta stjarna heims, hefur haldið sér í góðu formi á meðan HM í Katar stendur yfir.
Því miður fyrir fótboltaheiminn þá var Haaland ekki hluti af HM þar sem Norðmönnum mistókst að tryggja sæti sitt í lokakeppninnik.
Haaland hefur skorað 18 mörk í 12 leikjum fyrir Manchester City síðan hann kom til félagsins í sumar.
Sóknarmaðurinn hefur alls ekki slakað á of mikið í frítímanum og er að gera allt til að verða klár er enska deildin hefst á ný.
Haaland birti myndir af sér í gær sem má sjá hér fyrir neðan.