Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason, einn helsti bókmenntarýnir landsins, gerir stjörnuflóð nýrra bóka um jólin að umtalsefni sínu á Facebook-síðu sinni. Greinilegt er að Agli þykir nóg um og segir hann að ástandið hafi aldrei verið verra en í ár.
„Byrjendabækur fá fimm stjörnur – sem í mínum huga er meistaraverk eða jafnvel snilldarverk. Skalinn er reyndar orðinn mjög þröngur, hann spannar ekki nema svona eina og hálfa stjörnur, frá þremur og hálfri upp í fimm. Þykir raunar afleitt og áfall að fá þrjár og hálfa stjörnu. Meðaltalið er fjórar til fjórar og hálf stjarna. Gefur auga leið að þar með er þetta orðið nánast merkingarlaust,“ segir Egill.
<iframe src=“https://www.facebook.com/plugins/post.php?href=https%3A%2F%2Fwww.facebook.com%2Fegill.helgason.5%2Fposts%2Fpfbid0VvRPaJNwQxdBY2UkPp5zWkqiLB2kDAm7ncUS6dtmyL7QTPoeuzTjACA72NmdkiPXl&show_text=true&width=500″ width=“500″ height=“373″ style=“border:none;overflow:hidden“ scrolling=“no“ frameborder=“0″ allowfullscreen=“true“ allow=“autoplay; clipboard-write; encrypted-media; picture-in-picture; web-share“></iframe>