Gunnar Birgisson, íþróttafréttamaður hjá RÚV var gestur í Íþróttavikunni með Benna Bó, ásamt Herði Snævari Jónssyni, íþróttastjóra Torgs og þar var farið yfir víðan völl.
Þar var meðal annars rætt um Heimsmeistaramótið í knattspyrnu sem fer þessa dagana fram í Katar en mótið hefur verið frábær skemmtun.
,,Algjör veisla og frábært mót með geggjuðum leikjum þó svo að ég haldi að það sé búið að slá met með markalausum jafnteflum á einu HM,“ sagði Gunnar.
,,Ég held að markalausa jafntefli Marokkó og Spánar á dögunum hafi verið það áttunda á mótinu, það er þá met. Þetta hefur þrátt fyrir það verið ótrúlega skemmtilegt mót.
Hörður Snævar tók undir það.
,,Frábært mót. Þessi tímasetning á mótinu hefur verið umdeild en það sést að leikmenn, sérstaklega úr ensku úrvalsdeildinni, eru ekki urkumla.
Þeir virðast vera á hápunkti í sínu líkamlega formi og fyrir áhugafólk hér heima á Íslandi er þetta allan daginn betri tímasetning til þess að halda mótið heldur en á sumri til.“
Umræðuna í heild sinni má sjá hér fyrir neðan: