fbpx
Miðvikudagur 03.júlí 2024
Fókus

Meðlimur Backstreet Boys sakaður um að hafa nauðgað einhverfum aðdáanda undir lögaldri

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 9. desember 2022 10:59

Mynd/Getty - Frá blaðamannafundinum/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nick Carter er sakaður um að hafa nauðgað einhverfum aðdáanda þegar hún var undir lögaldri árið 2001.

Söngvarinn er í strákasveitinni Backstreet Boys sem naut mikilla vinsælda í kringum aldamótin.

Hann neitar ásökununum og segir að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem umrædd kona saki hann um að hafa brotið á sér.

„Þessi fullyrðing um atvik sem átti að eiga sér stað fyrir meira en 20 árum síðan hefur bæði engan lagalegan grundvöll og er einnig ósatt með öllu,“ sagði lögmaður Carter, Michael Holtz, í yfirlýsingu sem Page Six birtir.

„Því miður hefur Ms. Ruth í nokkur ár núna verið fengin til að bera rangar sakagiftir fram gegn Nick og þessar ásakanir hafa breyst margoft í gegnum árin. Enginn ætti að láta gabbast af þessum fjölmiðlasirkús sem tækifærasinnaður lögfræðingur skipulagði. Það er ekkert hæft í þessum ásökunum og við erum fullviss um að það verði ljóst fyrr en síðar.“

Nick Carter. Mynd/Getty

Segir hann hafa kallað hana „þroskahefta tík“

Í gær hélt Shannon „Shay“ Ruth, 39 ára, blaðamannafund þar sem hún sakaði Carter, 42 ára, um að hafa brotið á sér kynferðislega þegar hún var sautján ára gömul.

„Þó svo að ég sé einhverf og lifi með heilalömun (e. cerebral palsy) þá trúi ég því að ekkert hafi haft eins mikil áhrif á mig og líf mitt en hvað Nick Carter gerði mér og sagði við mig,“ sagði hún tárvot á fundinum.

„Ég man að eftir að hann nauðgaði mér kallaði hann mig „þroskahefta tík“ og greip svo fast í mig að ég fékk marbletti á handlegginn,“ sagði hún.

Frá blaðamannafundinum.

Ruth lagði fram ákæru gegn Carter ásamt þremur nafnlausum konum sem saka söngvarann einnig um kynferðislegt ofbeldi.

Samkvæmt ákærunni á fyrrverandi poppstjarnan að hafa tælt Ruth í hljómsveitarútuna eftir tónleika í Tacoma, Wash, og boðið henni drykk sem hún heldur að hafi verið áfengi og trönuberjasafi blandað saman. Hann á síðan að hafa fært Ruth í rúmið í rútunni og brotið á henni.

Á blaðamannafundinum hélt hún því einnig fram að hann hafi smitað hana af HPV-veirunni.

„Bara því Nick Carter er frægur þýðir það ekki að hann megi komast upp með glæp. Ég er þolandi og mun alltaf vera það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Ég er búin að horfa milljón sinnum á fallega lagið sem þú samdir til mín“

„Ég er búin að horfa milljón sinnum á fallega lagið sem þú samdir til mín“
Fókus
Í gær

Eva var send heim af bráðamóttökunni með laxerolíu – „Það hvarflaði ekki að neinum að ég væri með krabbamein“

Eva var send heim af bráðamóttökunni með laxerolíu – „Það hvarflaði ekki að neinum að ég væri með krabbamein“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Eiginkona Kanye sökuð um að senda gróft klám á ólögráða starfsmenn í sláandi kærumáli – Ásakanir um kynþáttaníð, þrælahald og eitraða menningu

Eiginkona Kanye sökuð um að senda gróft klám á ólögráða starfsmenn í sláandi kærumáli – Ásakanir um kynþáttaníð, þrælahald og eitraða menningu