Gunnar Birgisson, íþróttafréttamaður hjá RÚV var gestur í Íþróttavikunni með Benna Bó, ásamt Herði Snævari Jónssyni, íþróttastjóra Torgs og þar var farið yfir víðan völl.
Þar var meðal annars fjallað um vendingar á íslenska leikmannamarkaðnum í knattspyrnunni en bolvíski framherjinn Andri Rúnar Bjarnason ætlar sér að söðla um, yfirgefa herbúðir ÍBV og finna sér leið á höfuðborgarsvæðinu.
,,Hvert fer Andri Rúnar?“ var bein spurning frá þáttastjórnanda Íþróttavikunnar, Benedikt Bóasi til sérfræðinganna í settinu.
,,Andri Rúnar muni alveg pottþétt bara vilja spila í efstu deild á Íslandi,“ svaraði Gunnar Birgisson.
Hörður Snævar tók undir það en minntist þá á áhugaverðan punkt í stöðunni sem hefur mikið vægi.
,,Hann mun þá þurfa að lækka laun sín um svona 60% til þess að finna lið sem er reiðubúið að taka hann að sér.
Það segja mér fróðir menn í mínum heimabæ, Vestmannaeyjum, að Andri Rúnar sé með svona um og yfir eina og hálfa milljón á mánuði hjá ÍBV.“
Andri hafi drifið sig að pakka í töskur í Danmörku, þar sem hann var á mála hjá Esbjerg, þegar að ÍBV sendi honum samningstilboðið.
,,Það var það gott tilboð sem hann fékk í hendurnar.Ég veit ekki hvaða lið mun stökkva á hann núna.“
Gunnar benti þá á FH í Hafnarfirði sem mögulegan áfangastað fyrir hann.
,,FH vantar, líkt og fleiri liðum, hraða,“ svaraði Hörður Snævar þá. ,,Andri Rúnar skoraði tíu mörk í þessu semi ÍBV liði og það á annarri löppinni.
Ég sá viðtal við hann á Fótbolti.net í vikunni þar sem að hann segist vera reyna ná líkamanum í gang. Það eru kannski ekki orðin sem þú vilt heyra ef þú ætlar að fara borga einhverjum milljón á mánuði.“
Umræðuna í heild sinni má sjá hér fyrir neðan