fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
433Sport

„Kannski ekki orðin sem þú vilt heyra ef þú ætlar að fara borga einhverjum milljón á mánuði“

433
Laugardaginn 10. desember 2022 19:00

Mynd/Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Birgisson, íþróttafréttamaður hjá RÚV var gestur í Íþróttavikunni með Benna Bó, ásamt Herði Snævari Jónssyni, íþróttastjóra Torgs og þar var farið yfir víðan völl.

Þar var meðal annars fjallað um vendingar á íslenska leikmannamarkaðnum í knattspyrnunni en bolvíski framherjinn Andri Rúnar Bjarnason ætlar sér að söðla um, yfirgefa herbúðir ÍBV og finna sér leið á höfuðborgarsvæðinu.

,,Hvert fer Andri Rúnar?“ var bein spurning frá þáttastjórnanda Íþróttavikunnar, Benedikt Bóasi til sérfræðinganna í settinu.

,,Andri Rúnar muni alveg pottþétt bara vilja spila í efstu deild á Íslandi,“ svaraði Gunnar Birgisson.

Hörður Snævar tók undir það en minntist þá á áhugaverðan punkt í stöðunni sem hefur mikið vægi.

,,Hann mun þá þurfa að lækka laun sín um svona 60% til þess að finna lið sem er reiðubúið að taka hann að sér.

Það segja mér fróðir menn í mínum heimabæ, Vestmannaeyjum, að Andri Rúnar sé með svona um og yfir eina og hálfa milljón á mánuði hjá ÍBV.“

Andri hafi drifið sig að pakka í töskur í Danmörku, þar sem hann var á mála hjá Esbjerg, þegar að ÍBV sendi honum samningstilboðið.

,,Það var það gott tilboð sem hann fékk í hendurnar.Ég veit ekki hvaða lið mun stökkva á hann núna.“

Gunnar benti þá á FH í Hafnarfirði sem mögulegan áfangastað fyrir hann.

,,FH vantar, líkt og fleiri liðum, hraða,“ svaraði Hörður Snævar þá. ,,Andri Rúnar skoraði tíu mörk í þessu semi ÍBV liði og það á annarri löppinni.

Ég sá viðtal við hann á Fótbolti.net í vikunni þar sem að hann segist vera reyna ná líkamanum í gang. Það eru kannski ekki orðin sem þú vilt heyra ef þú ætlar að fara borga einhverjum milljón á mánuði.“

Umræðuna í heild sinni má sjá hér fyrir neðan

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Arteta þvertekur fyrir orðrómana

Arteta þvertekur fyrir orðrómana
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur
Hide picture