Rayan Cherki átti ansi vandræðalega tilraun á vítapunktinum fyrir Lyon í leik gegn Arsenal í gær.
Liðin mættust á æfingamóti í Dúbaí og vann Arsenal 3-0. Mörkin skoruðu þeir Gabriel, Eddie Nketiah og Fabio Vieira.
Eftir leik var farið í vítaspyrnukeppni upp á auakstig. Hana vann Arsenal.
Cherki fór á punktinn fyrir Lyon í einni spyrnunni en klikkaði all svakalega. Panenka-spyrna hans fór úrskeiðis og sá Karl Hein í marki Arsenal við honum.
Myndband af þessu má sjá hér að neðan.
Cherki has just tried this panenka v Arsenal with their final penalty pic.twitter.com/wdF3B0aVnv
— Paul Anthony (@PaulFI9) December 8, 2022