Gunnar Birgisson, íþróttafréttamaður hjá RÚV var gestur í Íþróttavikunni með Benna Bó, ásamt Herði Snævari Jónssyni, íþróttastjóra Torgs og þar var farið yfir víðan völl.
Þar var meðal annars fjallað um virknina á félagskiptamarkaðnum í íslenska knattspyrnuheiminum þar sem Breiðablik hefur einna helst verið að þétta raðirnar. Nú virðist önnur lið hins vegar vera að ranka við sér.
,,Það er að vakna líf í fleiri liðum heldur en Breiðablik á markaðnum,“ sagði Hörður Snævar um félagsskiptin í íslenska boltanum hingað til.
,,Fram er vaknað en við erum enn með lið á borð við KR sem hafa ekki gert neitt, ekki tekið neinn mann. Vendingarnar hingað til hafa verið áhugaverðar.
Kristinn Freyr Sigurðsson sé til að mynda kominn aftur í Val.
,,Það var auðlesið að hann og Heimir Guðjónsson gætu ekki unnið saman hjá FH, ári eftir að Heimir henti honum út hjá Val,“ sagði Hörður Snævar um þau skipti.
,,Ég held hins vegar að Heimir hafi viljað halda honum í Kaplakrika en að Kristinn hafi ekki haft áhuga á því samstarfi aftur.“
Umræðuna í heild sinni má sjá hér fyrir neðan: