Nasser Al-Khelaifi forseti PSG í Frakklandi ætlar sér í viðræður við Marcus Rashford í janúar og reyna að fá hann frítt frá Manchester United.
Rashford verður samningslaus næsta sumar en United getur nýtt sér ákvðæði til að framlengja samning hans um eitt ár. Félagið ætlar á næstu vikum í viðræðum við Rashford um nýjan samning.
PSG ætlar hins vegar að láta til skara skríða. „Hann er magnaður leikmaður ef hann kemur frítt, öll félög munu reyna að fá hann,“ segir Nasser.
„Við höfum rætt þetta og höfum áhuga, í sumar ef hann er kemur frítt þá förum við beint í viðræður við hann.“
„Við leyfum honum að einbeita sér að HM, í janúar munum við reyna að hefja viðræður við hann.“
Sagt er að PSG horfi til Rashford að fylla skarð Lionel Messi sem er líklega á leið frítt til Inter Miami næsta sumar.