Lautaro Martinez, leikmaður Argentínu, hefur spilað meiddur á HM til þessa að sögn umboðsmanns hans, Alejandro Camacho.
Martinez er leikmaður Inter Milan á Ítalíu en að sögn Camacho er sóknarmaðurinn ekki heill heilsu.
Martinez hefur þurft verkjalyf á mótinu í Katar en Argentína spilar næst gegn Hollandi í 8-liða úrslitum á morgun.
,,Lautaro hefur látið sprauta sig því hann er með mikinn verk í ökklanum,“ sagði Camacho.
,,Hann er að reyna allt sem hann getur til að losna við sársaukan og um leið og það gerist mun hann vera upp á sitt besta á vellinum.“
,,Hann er mjög sterkur andlega en mörkin sem voru tekin af honum gegn Sádí-Arabíu, það var erfitt augnablik.“