Hansi Flick verður áfram þjálfari þýska landsliðsins þrátt fyrir svekkjandi frammistöðu á HM í Katar.
Þetta hefur þýska knattspyrnusambandið staðfest en Flick fundaði í yfir tvo tíma með sambandinu á miðvikudag.
Ákveðið var að Flick myndi halda áfram með liðið sem er úr leik á HM í Katar.
Þýskaland komst ekki upp úr riðli sínum í mótinu og er það í annað sinn í röð sem liðið fellur úr leik í riðlakeppni HM.
Miklar vonir eru þó bundnar við liðið á EM 2024 sem fer einmitt fram í Þýskalandi.