Þann 1. ágúst síðastliðinn göptu íbúar í borginni Liverpool á Englandi af undrun er þau sáu konu að veita manni munnmök á almannafæri í miðbæ borgarinnar. Málið vakti töluverða athygli á sínum tíma sökum þess að fólk sem var á staðnum náðu myndböndum af atvikinu. Það voru þó ekki bara áhyggjufullir borgarar sem tók upp myndavélina heldur gerði konan sem var að veita munnmökin það einnig en hún er að eigin sögn OnlyFans stjarna.
Í fyrstu var ekki vitað hvað konan og maðurinn hétu en nú er það orðið ljóst þar sem þau voru bæði ákærð fyrir atvikið. Í gær fór hinn 23 ára gamli Joe Kirby fyrir dóm í Liverpool og játaði að vera maðurinn sem þáði munnmökin á almannafæri og særa þannig blygðunarkennd fólks. Konan sem veitti honum munnmökin er hin 35 ára gamla Kelly Cousins en hún er fjögurra barna móðir. Hún játaði að vera sú sem fór á hnén í myndbandinu og fékk skilorðsbundinn fangelsisdóm. Þá hefur henni einnig verið gert að vinna samfélagsþjónustu.
Fyrir dómi kom fram að þau Firby og Cousins hittust í ræktinni áður en þau fóru og fengu sér áfenga drykki saman. Þau hafi svo orðið full sem olli því að þau voru „of náin“ á almannafæri.
„Við fórum á stefnumót. Hlutirnir fóru úr böndunum, þetta var ekki skipulagt,“ er haft eftir Firby í frétt Daily Star um málið. „Ég sé virkilega eftir þessu – ég hef alltaf tekið ábyrgð á eigin gjörðum og nú vil ég bara hefja nýtt upphaf og skilja þetta eftir í fortíðinni.“