fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Fókus

Sædís breytti sársauka í styrk með hjálp Dísu Draumálfs

Fókus
Fimmtudaginn 8. desember 2022 16:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sædís Sif Jónsdóttir, þriggja barna móðir frá Suðurnesjum, gaf á dögunum út barnabókina Paradísarlaut sem einnig var gefin út á ensku undir nafninu Paradise Hollow. Þetta er önnur bók höfundar og er hún byggð á hugarfóstri hennar, sem er Dísa draumólfur, eða Disa the Dream Digger.

Sædís segist hafa breytt sársauka í styrk, því hún upplifði einelti í æsku og hafði litla trú á sjálfri sér, og er boðskapur verkefnisins því sá að hvetja börn til þess að hafa trú á sér.

mockups-design.com

Sædís gaf út fyrstu barnabókina um Dísu árið 2014 og hefur verið að vinna að þessu verkefni síðan þá, sem er henni augljóslega mjög kært. „Það er mér mjög mikilvægt að reyna hvetja börn til þess að hafa trú á sér og sínum draumum og Dísa hjálpar mér að koma þeim skilaboðum áleiðis.“

Sædís bjó til Dísu-handbrúðu og notar hún hana í ýmis myndböndum sem hún framleiðir fyrir börn á Youtube.

Sædís stofnaði Youtube rásina „Disa the Dream Digger“ árið 2015 og eru áskrifendur að síðunni hvorki meira né minna en 520.000 manns. Á síðunni má finna ýmis myndbönd ætluð börnum, bæði teiknimyndir og myndbönd sem Sædís ásamt eiginmanni sínum og drengjum þeirra hafa framleitt sjálf.

„Drengjunum okkar þykir vænt um Dísu og taka sjálfviljugir þátt í ýmis verkefnum og hugmyndavinnu í tengslum við vörumerkið okkar, og eru alltaf ótrúlega spenntir þegar ný vara kemur á markað.“

Hluti af lagernum hjá vefversluninni

Vörurnar eru seldar á heimasíðu fyrirtækisins: www.disathedreamdigger.com

„Vöruþróunin er virkilega spennandi og skemmtilegur partur af þessu verkefni. Draumurinn er að gefa út vandaðar teiknimyndir , við höfum aðeins verið að prófa okkur áfram síðustu ár í þeim efnum, en næstu skref eru að finna góða samstarfsaðila sem vilja koma að verkefninu með okkur. Ég hef fengið nokkur tilboð frá fjárfestum en hef ekki enn fundið réttu aðilana til að vinna að þessu verkefni með mér.“

Sædís nýtur þess að eyða tíma með börnum sínum og segir hún að móðurhlutverkið sé henni dýrmæt blessun. Köngulóabræðurnir í bókum hennar eru sögupersónur byggðar á drengjunum hennar.

Drengirnir hennar Sædísar ásamt mynd af sögupersónunum sem byggðar eru á þeim

 

Af hverju köngulær?
„Þeir áttu upprunalega að vera krabbar, en mér fannst köngulær flottari hugmynd, því ég þekki marga sem eru hræddir við köngulær, en mér finnst þær eiginlega bara svolítið sætar, hahaha.“

Sædís segir að það sé mikilvægt að láta sig dreyma og elta drauma sína: „Leyfðu þér að dreyma þar til draumar þínir rætast.“

Hægt er að fylgjast með þessu litríka ævintýri Dísu hér:

Facebook: https://www.facebook.com/DisaDraumalfur

Instagram: https://www.instagram.com/disathedreamdigger/

vefsíðan: https://disathedreamdigger.com/

Youtube: https://www.youtube.com/results?search_query=disa+the+dream+digger

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Einbýlishús á einstökum stað til sölu – „Konfekt fyrir augun“

Einbýlishús á einstökum stað til sölu – „Konfekt fyrir augun“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sirrý um erfiða tíma – „Út frá því fékk ég hugrekkið til að segja upp vinnunni minni”

Sirrý um erfiða tíma – „Út frá því fékk ég hugrekkið til að segja upp vinnunni minni”
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta fannst lesendum DV um Skaupið

Þetta fannst lesendum DV um Skaupið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ferðamaður lét kuldann ekki stöðva sig við Skógafoss – Myndbandið hefur fengið yfir 17 milljónir áhorfa

Ferðamaður lét kuldann ekki stöðva sig við Skógafoss – Myndbandið hefur fengið yfir 17 milljónir áhorfa
Fókus
Fyrir 4 dögum

Skiptar skoðanir á Skaupinu – „Ég var ekki alveg sátt“ – „Man ekki eftir að hafa hlegið jafn mikið“

Skiptar skoðanir á Skaupinu – „Ég var ekki alveg sátt“ – „Man ekki eftir að hafa hlegið jafn mikið“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ellý brugðið þegar hún spáði fyrir þátttöku Íslands í Eurovision – „Þetta finnst mér sérstakt“

Ellý brugðið þegar hún spáði fyrir þátttöku Íslands í Eurovision – „Þetta finnst mér sérstakt“