Roy Keane, goðsögn Manchester United, er þekktastur fyrir það að starfa í sjónvarpi þessa dagana.
Keane er nú sparkspekingur ITV á HM í Katar en 8-liða úrslit mótsins hefjast á morgun.
Starfsmenn ITV mættu starfsmönnum BBC í skemmtilegum æfingaleik í gær þar sem Keane skoraði sigurmarkið.
Keane var afar ánægður með markið og fór úr treyjunni og fagnaði með liðsfélögum sínum.
Myndband af þessu má sjá hér.
A day off for the @ITVSport team today in Doha so of course we played football 😅
So enjoy this glorious moment as Roy Keane scores the golden goal against none other than special guest @MicahRichards 🙌
Fancy a rematch @BBCSport? 👀 pic.twitter.com/zEwqt3sX5i
— ITV Football (@itvfootball) December 7, 2022