fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
433Sport

Þvertaka fyrir óvæntar fréttir af Ronaldo í morgun – Sagður hafa staðið í hótunum

Helgi Sigurðsson
Fimmtudaginn 8. desember 2022 10:58

Cristiano Ronaldo /Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Portúgalska knattspyrnusambandið hefur gefið út yfirlýsingu í kjölfar frétta þess efnis að Cristiano Ronaldo hafi hótað því að yfirgefa herbúðir landsliðsins á Heimsmeistaramótinu í Katar.

Hinn 37 ára gamli Ronaldo átti að hafa hótað þessu eftir að Fernando Santos landsliðsþjálfari tók hann úr byrjunarliðinu fyrir 6-1 sigur Portúgal á Sviss í 16-liða úrslitum HM.

Þetta er alrangt ef marka má yfirlýsinguna.

Þar segir að Ronaldo sé með fulla einbeitingu á portúgalska landsliðið og hann haldi áfram að reyna að byggja ofan á þann frábæra árangur sem hann hafi náð með liðinu.

Portúgal mætir Marokkó í 8-liða úrslitum HM á laugardag. Leikurinn hefst klukkan 15 að íslenskum tíma.

Það verður að teljast ólíklegt að Ronaldo verði í byrjunarliðinu í leiknum. Í fjarveru hans skoraði hinn 21 árs gamli Goncalo Ramos þrennu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Real Madrid er að missa trúna

Real Madrid er að missa trúna
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sjáðu frækna fernu Sveindísar í Meistaradeild Evrópu í gær

Sjáðu frækna fernu Sveindísar í Meistaradeild Evrópu í gær
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Nauðgunar mál Mbappe ekki lengur á borði saksóknara

Nauðgunar mál Mbappe ekki lengur á borði saksóknara
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Útskýrir hvað gerðist þegar urðað var yfir hann í beinni – „Ég var ekki reiður“

Útskýrir hvað gerðist þegar urðað var yfir hann í beinni – „Ég var ekki reiður“
433Sport
Í gær

Sveindís Jane frumsýndi heimsfræga kærasta sinn

Sveindís Jane frumsýndi heimsfræga kærasta sinn
433Sport
Í gær

Sjáðu markið – Hákon Arnar hetjan í Meistaradeildinni með geggjuðu marki

Sjáðu markið – Hákon Arnar hetjan í Meistaradeildinni með geggjuðu marki