Mörgum var brugðið hvernig starfsmaður hjá landsliði Brasilíu kom fram við kött í Katar í gær.
Vinicius Junior leikmaður Brasilíu sat fyrir svörum á fréttamannafundi en köttur hafði komið sér vel fyrir á borðinu.
Starfsmaður Brasilíu ákvað að fjarlægja köttinn en aðferð hans til þess hefur vakið mikla reiði.
Mörgum þykir hann koma illa fram við dýrið en fjallað er um málið í fjölmiðlum út um allan heim.
Heyra mátti á viðbrögðum í salnum að mörgum var brugðið en Vinicius var fyrst um sinn undrandi en hló svo.
Atvikið má sjá hér að neðan.
🐈 Vinicius Junior'ın basın toplantısın davetsiz bir misafir#BRA #FIFAWorldCup #Qatar2022 pic.twitter.com/uCN9MXteCR
— golvarmi.com (@golvarmi) December 8, 2022