fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Fundu leifar síðasta tasmaníutígursins á óvæntum stað

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 11. desember 2022 09:00

Þetta eru leifar síðasta tasmaníutígursins. Mynd:Tasmanian Museum and Art Gallery

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í maí 1936 var síðasti þekkti tasmaníutígurinn fangaður og seldur til dýragarðs. Þetta var gamalt kvendýr sem drapst nokkrum mánuðum síðar. Þá var skrokkurinn fluttur í Tasmanian Museum and Art Gallery (TMAG).

Engin skrá var haldin í dýragarðinum á þessum tíma um söluna vegna þess að ólöglegri aðferð var beitt við veiðina á dýrinu og hefði veiðimaðurinn getað fengið sekt ef upp um hann hefði komist.

Það vissu því fáir hvað varð um síðasta tasmaníutígurinn og áratugum saman var ekki vitað hvað varð um hann.

Svona litu þeir út.

 

 

 

 

 

 

 

En hann reyndist vera á nokkuð góðum stað eða á TMAG þar sem hann fannst nýlega að sögn CNN. Það var svo sem vitað að það var tasmaníutígur sem var geymdur á safninu en ekki að það væri sá síðasti sem lifði.

Þegar Evrópumenn settust að í Tasmaníu á nítjándu öld kenndu þeir tasmaníutígrinum um dráp á búfénaði en í raun átti hann aðeins sök á litlum hluta þessara drápa. Villihundar og menn áttu mestan hlut að máli. En það breytti því ekki að tasmaníutígurinn var veiddur af krafti og að lokum var honum útrýmt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking

„Undraland vetrarins“ sagt vera hrein blekking
Pressan
Fyrir 4 dögum

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“