Engin skrá var haldin í dýragarðinum á þessum tíma um söluna vegna þess að ólöglegri aðferð var beitt við veiðina á dýrinu og hefði veiðimaðurinn getað fengið sekt ef upp um hann hefði komist.
Það vissu því fáir hvað varð um síðasta tasmaníutígurinn og áratugum saman var ekki vitað hvað varð um hann.
En hann reyndist vera á nokkuð góðum stað eða á TMAG þar sem hann fannst nýlega að sögn CNN. Það var svo sem vitað að það var tasmaníutígur sem var geymdur á safninu en ekki að það væri sá síðasti sem lifði.
Þegar Evrópumenn settust að í Tasmaníu á nítjándu öld kenndu þeir tasmaníutígrinum um dráp á búfénaði en í raun átti hann aðeins sök á litlum hluta þessara drápa. Villihundar og menn áttu mestan hlut að máli. En það breytti því ekki að tasmaníutígurinn var veiddur af krafti og að lokum var honum útrýmt.