Með þessu á að reyna að draga úr magni sorps að sögn talsmanns járnbrautanna. The Guardian segir að farþegar geti valið um að fá mat og drykk í „hágæða postulíni eða gleri“ þegar þeir panta mat og drykk um borð í lestum.
Ekkert gjald verður tekið fyrir þetta og farþegar þurfa ekki að leggja fram tryggingu fyrir leirtauinu.
Ef farþegar vilja fá veitingarnar í einnota umbúðum þá geta þeir það ef þeir biðja um það.
Með þessu er Deutsche Bahn að laga sig að nýjum reglum sem taka gildi á nýársdag. Þá verða veitingastaðir og kaffihús að bjóða viðskiptavinum upp á endurnýtanlegar umbúðir utan um veitingar sem eru teknar með út af stöðunum. Ekki verður bannað að nota einnota umbúðir en það verður að bjóða upp á endurnýtanlegar umbúðir viðskiptavinum að kostnaðarlausu.