Lögreglan hefur biðlað til almennings um aðstoð við að bera kennsl á konuna en það hefur ekki skilað árangri.
The Guardian hefur eftir Bernadette Smith, þingkonu á fylkisþinginu í Winnipeg, að í hugum frumbyggja sé lífið heilagt og það verði að hafa það í heiðri. Þegar leitað sé að nafni sé Buffalo Woman nafn sem sé oft gefið þar til rétta nafnið finnst.
Delores Daniels sagði á minningarathöfn að buffalo (vísundur) sé tákn virðingar og það verði að virða frumbyggja og að karlar verði að virða konur. Dóttir hennar var myrt árið 2017, 19 ára að aldri. Sagði Daniels að Buffalo Woman hafi verið hið andlega nafn sem dóttir hennar fékk.
Talsmaður lögreglunnar sagði á mánudaginn að hún muni byrja að nota nafnið Buffalo Woman í virðingarskyni við hina látnu.