Hún og eiginmaður hennar fóru að versla og notuðu golfbílinn sinn til ferðarinnar. Á leiðinni stöðvaði lögreglumaður hjá lögreglunni í Pinella County akstur þeirra. O‘Connor sagði honum hver hún væri og sýndi honum lögregluskilríki sín og sagði: „Ég vona að þú sleppir okkur.“
En þetta féll ekki í góðan jarðveg og á mánudaginn sagði borgarstjórinn í Tampa að O‘Connor hefði brotið siðferðisreglur með því að reyna að nota stöðu sína til að sleppa við sekt. BBC skýrir frá þessu.
Í tilkynningu frá embætti borgarstjóra sagði borgarstjórinn, Jane Castor, hafi farið fram á afsögn O‘Connor sem hafi orðið við þeirri beiðni.
Kveikt var á búkmyndavél lögreglumannsins þegar hann stöðvaði akstur hjónanna þegar þau óku á götu í golfbílnum. O‘Connor heyrist spyrja hann hvort það sé kveikt á búkmyndavélinni og játar hann því. Þá segir hún: „Ég er lögreglustjórinn í Tampa.“ Síðan rétti hún honum skilríki sín og fékk síðan að halda för sinni áfram án þess að fá sekt.
O‘Connor hafði gegnt stöðu lögreglustjóra síðan í mars. Hún átti 22 ára feril að baki í lögreglunni.