Xavi, stjóri Barcelona, hefur opnað dyrnar fyrir Lionel Messi að snúa aftur til félagsins frá Paris Saint-Germain.
Messi er goðsögn hjá Barcelona og er af mörgum talinn besti leikmaður í sögunni en hann leikur nú með Argentínu á HM í Katar.
Xavi er vel opinn fyrir því að taka við Messi en þeir léku lengi vel saman hjá Barcelona.
Messi er sterklega orðaður við brottför á næsta ári en það var aldrei hans vilji að yfirgefa Börsunga á sínum tíma.
Einnig er talið líklegt að Messi skelli sér til Bandaríkjanna og semji við Inter Miami í MLS-deildinni.
,,Ef Messi vill koma til baka, þá getur hann komið til baka á einhverjum tímapunkti, auðvitað. Hver vill ekki fá að þjálfa hann?“ sagði Xavi.