William Gallas, fyrrum leikmaður Frakklands, óttast engan leikmann Englands er þessi tvö lið mætast í 8-liða úrslitum HM.
Frakkarnir eru fyrir leik taldir sigurstranglegri en Gallas hrósaði þó einum leik enska liðsins í hástert.
Það er miðjumaðurinn Declan Rice sem spilar með West Ham en hann spilar einnig stórt hlutverk fyrir England.
,,Það er enginn í enska landsliðinu sem hræðir mig en Declan Rice er í enska liðinu og það er enginn að tala um hann,“ sagði Gallas.
,,Þarna er ótrúlegur leikmaður. Hann gerir sömu hlutina fyrir West Ham og ég skil ekki af hverju hann er þar ennþá.“
,,Ég hef ekki séð miðjumann eins og hann í langan tíma, hann er sterkur, kröftugur og með magnaða tækni.“