fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Pressan

Skrímslið, sem myrti tvær ungar konur og misnotaði fjölda látinna kvenna, játar á sig fleiri brot – Fórnalömbin komin yfir eitt hundrað

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Miðvikudaginn 7. desember 2022 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrr í dag var David Fuller, 68 ára, dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Bretlandi, fyrir að níðast á líkum 23 kvenna í líkhúsum sjúkrahúsa. Er þá fjöldi fórnarlamba hans komin upp í 101. 

Kemur dómurinn ofan á lífstíðardóm sem hann hlaut í fyrra. Var hann þá dæmdur fyrir að hafa myrt Wendy Knell, 25 ára, og Caroline Pierce, 20 ára, í tveimur aðskildum árásum í Tunbridge Wells í Kent árið 1987. 

David Fuller

Níu til hundrað ára

Við réttarhöldin í fyrra játaði hann einnig að hafa níðst kynferðislega á 78 líkum kvenna, á tímabilinu frá 2005 til 2020, á tveimur sjúkrahúsum þar sem hann starfaði sem rafvirki. Er því tala þeirra látnu kvenna sem hann níddist á komin upp í 101. Voru konurnar á aldrinum 9 til 100 ára. 

Caroline Pierce

Alls játaði Fuller 16 ný brot, þar af 12 er snúa að kynferðislegri misnotkun á líkum og fjögur brot er snúa að vörslu klámefnis sem breska lögreglan flokkar af alvarlegust gerð. 

Í tölvum Fuller fundust 818,051 mynd og 504 myndbönd af honum misnota lík auk gagna sem sýna fram á einbeittan brotavilja hvað varðar að nauðga, misþyrma og myrða konur. 

Málið er sagt hið versta sinnar tegundar í breskri réttarsögu.

Mikil gagnrýni á yfirvöld

Wendy Knell

Breska heilbrigðiskerfið hefur sætt mikilli gagnrýni vegna málsins og eiga margir erfitt með að skilja hvernig Fuller komst upp með brot sín á tveimur sjúkrahúsum í áratugi án þess að grunur vaknaði um ódæðisverk hans.

Sama má segja um morð hans á konunum tveimur en það liðu 34 ár frá morðunum og þar til Fuller var dæmdur. 

Fjöldi ættingja var viðstaddur réttarhöldin og sögðu margir þeirra frá því hversu Fuller hefði skaðað þá til lífstíðar. 

Dóttir eins fórnarlambsins sagði það eitt gleðja sig að heimurinn vissi af hverslags skrímsli Fuller væri og sagði önnur dóttir að hann hefði stolið frá sér minningum um friðsælt fráfall móður sinnar.

David Fuller um það leyti sem hann myrti þær Wendy Knell og Caroline Pierce.

„Ég kyssti mömmu mína kveðjukossinum og hefði það átt að vera hennar síðasta mannlega snerting hennar, full ástar og trausts. Þess í stað svívirti þú hana,” sagði enn ein dóttirin. 

Azra Kemal

Móðir látin sitja 34 tíma í fangelsi

Ein fórnarlamba Fuller var hin 24 ára gamla Azra Kemal, sem lést í bílslysi í júlí 2020.

Þegar að móðir hennar, Nevres Kemal, frétti af ódæði Fuller fór hún með steikarhníf á Colindale lögreglustöðina þar sem hún hafði frétt að Fuller væri haldið. Hún sagði að reiði hennar hefði verið ólýsanleg og hún hefði sem móðir ekkert viljað frekar en að drepa manninn sem níddist á líki dóttur hennar.

Hún segist vera 99,99% viss um að hafa drepið Fuller hafi hún komist að honum. En þegar að Azra gekk inn á lögreglustöðina réðust að henni níu lögreglumenn, sneru niður og afvopnuðu. Höfðu lögreglumennirnir sem tilkynntu henni um glæpinn hringt á undan henni og sagt hana vera á leið á lögreglustöð, hugsanlega vopnaða.

Þeir útskýrðu hins vegar ekki fyrir kollegum sínum af hverju reiði Nevres stafaði og vissu lögreglumennirnir, sem handtóku hana, ekki hvað hafði verið gert dóttur hennar.

Nevres Kemal

„Ég sat þarna handjárnuð, grét og endurtók að látinni dóttur minni hefði verið nauðgað í líkhúsi. Það yrði að refsa manninum sem hefði gert henni þetta.

Hún var aftur á móti ekki trúað og þess í stað handtekinn. Nevres sat í fangaklefa í 34 klukkustundir áður en lögreglu tókst að komast í gegnum skriffinnskuna sem sannaði sögu hennar. Var henni þá loksins sleppt úr haldi.

Munu aðstandendur hinna látnu kvenna í líkhúsum sjúkrahúsanna fá skaðabætur frá breska ríkinu upp á um 10 milljónir punda. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Nóbelsverðlaunahafi segir auknar líkur á að gervigreind útrými mannkyninu

Nóbelsverðlaunahafi segir auknar líkur á að gervigreind útrými mannkyninu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Woke-hreyfingin á í vök að verjast eftir kosningasigur Trump

Woke-hreyfingin á í vök að verjast eftir kosningasigur Trump
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Ég veit ekki hvernig hann lifði þetta af, aumingja maðurinn“

„Ég veit ekki hvernig hann lifði þetta af, aumingja maðurinn“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla brúin í Skotlandi – Af hverju stökkva hundar í dauðann þegar þeir koma að henni?

Dularfulla brúin í Skotlandi – Af hverju stökkva hundar í dauðann þegar þeir koma að henni?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessa hluti nota flestir á rangan hátt

Þessa hluti nota flestir á rangan hátt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessar tilfinningar stytta lífið

Þessar tilfinningar stytta lífið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Nískupúkinn vildi láta jarðsetja sig með öllum peningunum sínum – Ekkjan hefndi sín snilldarlega

Nískupúkinn vildi láta jarðsetja sig með öllum peningunum sínum – Ekkjan hefndi sín snilldarlega