fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fókus

Sanna sagan á bak við Kókaínbjörninn

Fókus
Miðvikudaginn 7. desember 2022 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ný kvikmynd sem er væntanleg í febrúar á næsta ári fjallar um björn sem gengur af göflunum eftir að komast í kókaín. Um er að ræða gaman-hryllingsmynd sem byggir lauslega á sannri sögu.

Í september árið 1985 fundu lögreglumenn líkamsleifar eiturlyfjasmyglarans Andrew Thornton í bakgarði húss í TennesseeAndrew var fastur við fallhlíf, var í Gucci skóm og hafði rúmlega 30 kg af kókaíni bundin um mittið. Töldu rannsakendur að Andrew hefði verið í flugvél sem var að koma frá Kólumbíu og hefði látið mikið magn af fíkniefnum falla úr vélinni inn í skóg og ætlaði að sækja þau þaðan síðar.

Eftir að lík Andew kom í leitirnar fóru lögreglumenn að leita þeirra fíkniefna sem fallið höfðu úr vélinni. Það var við þá leit sem aðrar líkamsleifar fundust, líkamsleifar 80 kílógramma svartbjörns sem virtist hafa látist úr of stórum skammti fíkniefna ef marka væri tóma pokann sem fannst við hliðina á honum. Töldu rannsakendur að björninn hefði verið látinn í um mánuð áður en hann fannst. Fjörutíu pakkningar af kókaíni, um 40 kílógrömm höfðu verið rifnar og dreift um svæðið.

„Björninn komst í þetta áður en okkur tókst það og hann reif pokann upp, nældi sér í smá kókaín og lést úr of stórum skammti. Það er ekkert eftir nema bein og feldur,“ sagði rannsóknarlögreglumaðurinn Gary Garner við fjölmiðla.

Talið er að björninn hafi borðað 3-4 grömm af kókaíni, en það gæti þó hafa verið meira samkvæmt réttarmeinafræðingi. Hins vegar veltu rannsakendur fyrir sér hvað hefði komið fyrir pokann með kókaíninu því ekki er talið að björninn hafi náð að klára allt sem í honum var.

Fleiri pokar fundust í nágrenni við björninn, allt í allt um 100 kíló af kókaíni. Enn meira fannst síðan í nóvember 1985, eða um 40 kíló til viðbótar.

Þó að björninn hafi líklega dáið frekar hratt gætu þó ýmsir velt fyrir sér hvernig björn á kókaíni hegðar sér. Björninn var stoppaður upp og er til sýnis í verslunarmiðstöð í Kentucky og fékk þar nafnið Kókaínbjörninn. Það virðist hafa veitt Jimmy Warden, handritshöfundi, innblástur. Í desember 2019 var tilkynnt að þeir Phil Lord og Christopher Miller,  kvikmyndagerðamenn þekktir fyrir myndir á borð við 21 Jump StreetCloudy with a Chance of Meatballs, og Spider-Man: Into the SpiderVerse, væru að framleiða hryllings-gamanmynd sem byggði á handriti Warden. Það er svo leikkonan Elizabeth Banks sem leikstýrir henni og fer leikkonan Keri Russel með aðalhlutverkið.

Söguþræði myndarinnar er lýst svo að stór svartbjörn kemst í mikið magn af kókaíni og verður við það morðóður og herjar á íbúa í smábæ í Georgíu sem þurfa að taka höndum saman til að lifa kókaínbjörnin af.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 20 klukkutímum
Selena Gomez trúlofuð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?