Dagur Austmann er á leið frá Leikni eftir þrjú tímabil hjá félaginu. Frá þessu er sagt á vefsíðu Leiknis.
„Þessi gæðadrengur spilaði í öllum varnarstöðum fyrir félagið og átti stóran þátt í því að koma liðinu í efstu deild sumarið 2020 og halda því þar sumarið á eftir,“ segir á vefnum.
Dagur spilaði 55 leiki í deild og bikar fen hann ætlar að reyna fyrir sér annars staðar nú þegar samningur hans við félagið er að renna út:
Bróðir Dags, Máni Austmann yfirgaf Leikni fyrir ári síðan og gekk þá í raðir FH. Leiknir féll úr Bestu deildini í sumar.