Manolo Portanova miðjumaður Genoa á Ítalíu hefur verið dæmdur í sex ára fangelsi fyrir að hópnauðga 21 árs gamalli konu.
Portanova og frændi hans Alessio Langella fengu báði sama dóm fyrir að nauðga konunni í íbúð hennar sumarið 2021.
Genoa hafði hálfu ári áður keypt Portanova frá Juventus en hann er 22 ára gamall. Með Genoa leikur Albert Guðmundsson en Portanova spilaði síðast með Genoa fyrir þremur dögum. Nauðgunin átti sér stað í borginni Siena.
Þriðji maðurinn sem sakaður er um að hafa hópnauðgað konunni vildi fara í réttarhöld með málið en Portanova og frændi hans þáðu flýtimeðferð og var dómur þeirra mildaður vegna þess.
Manolo er sonur Daniele Portanova sem átti farsælan feril með Bologna, Napoli og Genoa.