Cristiano Ronaldo neitaði að æfa með varamönnum Portúgals í dag ef marka má frétt Marca sem birt var fyrir stundu.
Ronaldo var settur á bekkinn í gær þegar Portúgal pakkaði Sviss saman í 16 liða úrslitum Heimsmeistaramótsins.
Samkvæmt Marca þá vildi Ronaldo ekki æfa í dag og vildi frekar fara í ræktina með þeim sem byrjuðu leikinn.
Hefð er fyrir því að varamenn taki alvöru æfingu daginn eftir leik á meðan þeir sem byrja taka því rólega og eru í endurheimt.
Þessi 37 ára knattspyrnumaður er á milli tannana á fólki en samningi hans við Manchester Untied var rift á dögunum og er hann nú án félags.
🚨 Cristiano Ronaldo did not train with Portugal's squad players today and instead insisted on joining the starters for a gym recovery session.
(Source: @MARCA) pic.twitter.com/aUriAjyYYj
— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) December 7, 2022