Erik ten Hag stjóri Manchester United gaf lítið af sér þegar hann var spurður út í Cristiano Ronaldo og brottför hans frá félaginu.
Ten Hag hefur ekkert tjáð sig eftir að Ronaldo fór í viðtal hjá Piers Morgan og sakaði Ten Hag um að bera ekki virðingu fyrir sér.
Ronaldo sagði einnig að hann bæri enga virðingu fyrir Ten Hag. Viðtalið var til þess að Manchester United rifti samningi sínum við Ronaldo.
„Hann er farin og þetta er fortíðin,“ sagði Ten Hag þegar hann var spurður út í Ronaldo í gær.
„Við erum núna að horfa fram veginn og til framtíðar.“
Ronaldo er án félags og í gær var hann settur á bekkinn hjá Portúgal á HM, hinn 37 ára gamli framherji upplifir því mikið mótlæti þessa dagana.