Stefán Pálsson, sagnfræðingur og varaborgarfulltrúi Vinstri grænna í Reykjavík, vill meina að kenning sín um vítaspyrnur hafi styrkst mikið í gær þegar Marokkó sló Spán úr leik á Heimsmeistaramótinu í Katar.
Um var að ræða leik í 16-liða úrslitum. Markalaust var eftir venjulegan leiktíma og framlengingu. Því var farið í vítaspyrnukeppni.
Þar fóru Spánverjar afar illa að ráði sínu og misnotuðu þrjár spyrnur. Allar voru þær mjög slakar og lausar.
Stefán hélt á Twitter. „Kenning Stefáns um vítaspyrnur: best er að negla bara mjög fast með tánni. – Mér sýnist hún hafa styrkst allverulega í dag,“ skrifar hann.
Úrslitin í gær þýða að Spánn heldur heim á leið. Marokkó mætir hins vegar Portúgal í 8-liða úrslitum.
Leikurinn fer fram á laugardag klukkan 15 að íslenskum tíma.
Kenning Stefáns um vítaspyrnur: best er að negla bara mjög fast með tánni. – Mér sýnist hún hafa styrkst allverulega í dag.
— Stefán Pálsson (@Stebbip) December 6, 2022