Eden Hazard leikmaður Real Madrid hefur tekið þá ákvörðun að hætta að spila með belgíska landsliðinu.
Hazard tekur þessa ákvörðun eftir að Belgum mistókst að komast upp úr riðlakeppni Heimsmeistaramótsins.
Hann hefur upplifað verulega erfiða tíma innan vallar síðustu ár á Spáni þar sem meiðsli hafa hrjáð hann.
Hazard er 31 árs gamall. „Ég hef ákveðið að hætta í landsliðinu,“ segir Hazard.
„Takk fyrir alla ástina og stuðninginn. Takk fyrir alla gleðina frá 2008, ég mun sakna ykkar.“