Kjóllinn, sem er frá tískuhúsinu Dior, hefur verið kallaður „hefndarkjóll“ af fjölmiðlum vestanhafs. Þetta var í fyrsta sinn sem Olivia, 38 ára, kom opinberlega fram eftir að hún og söngvarinn Harry Styles, 28 ára, hættu saman í nóvember eftir um tveggja ára samband.
Samkvæmt heimildum Page Six er gott á milli fyrrverandi parsins.
„Þau eru í pásu. Það er ekki hægt að vera í sambandi þegar hann er að ferðast um allan heiminn á næsta ári og hún er með sína vinnu og börn,“ segir heimildamaður miðilsins.
Olivia fékk verðlaun fyrir kvikmynd sína, „Don‘t Worry Darling“, þar sem Harry Styles og Florence Pugh fara með aðahlutverkin.