Marokkó vann ansi óvæntan sigur á Spáni á Heimsmeistaramótinu í Katar í gær.
Markalaust var eftir venjulegan leiktíma og framlengingu. Það þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni. Þar klikkuðu Spánverjar á öllum þremur spyrnum sínum og Marokkó vann 3-0.
Liðið fer því áfram og mætir Portúgal í 8-liða úrslitum.
Einn hress stuðningsmaður Marokkó ákvað að stríða leikmönnum Spánar er hann sá rútu þeirra í Katar í gær. „Flugvöllurinn er í þessa átt,“ sagði hann meðal annars. Myndbandið má sjá hér neðar.
Leikur Marokkó og Portúgal fer fram klukkan 15 á laugardag að íslenskum tíma.
🇲🇦 A Morocco fan takes his chance to tell the Spain team where the airport is…pic.twitter.com/FQZSfw492I
— The Sportsman (@TheSportsman) December 7, 2022