fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
433Sport

Ronaldo rýfur þögnina eftir óvænta atburði gærkvöldsins

Helgi Sigurðsson
Miðvikudaginn 7. desember 2022 08:55

Cristiano Ronaldo /Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cristiano Ronaldo var nokkuð óvænt á bekknum í 6-1 sigri Portúgal á Sviss á Heimsmeistaramótinu í Katar í gær.

Leikurinn var liður í 16-liða úrslitum mótsins og Portúgal því komið í 8-liða úrslit.

Goncalo Ramos byrjaði í fremstu víglínu í fjarveru Ronaldo í gær og skoraði þrennu.

„Ótrúlegur dagur fyrir Portúgal. Söguleg úrslit í stærstu keppni í fótboltaheiminum. Þetta var gæðaframmistaða frá liðinu sem er fullt af hæfileikum. Það á að hrósa liðinu. Daumurinn lifir! Allt til enda! Koma svo Portúgal!“ skrifar Ronaldo á Instagram og virðist hæstánægður þrátt fyrir að hafa ekki verið í byrjunarliðinu.

Kappinn kom inn á þegar rúmur stundarfjórðungur lifði leiks.

Portúgal mætir Marokkó í 8-liða úrslitum HM. Leikurinn fer fram á laugardag klukkan 15 að íslenskum tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Arteta vill kaupa í janúar og tekur ekki í mál að selja Jesus

Arteta vill kaupa í janúar og tekur ekki í mál að selja Jesus
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sjö leikmenn ósnertanlegir hjá United og verða ekki seldir

Sjö leikmenn ósnertanlegir hjá United og verða ekki seldir
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Var hvorki fullur né dópaður

Var hvorki fullur né dópaður
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ratcliffe að breytast í Grinch í huga starfsmanna United – Ekkert jólahlaðborð og sker niður hressilega í jólagjöf

Ratcliffe að breytast í Grinch í huga starfsmanna United – Ekkert jólahlaðborð og sker niður hressilega í jólagjöf