Vélin, sem er af gerðinni B-21, getur borið bæði kjarnorkuvopn og hefðbundin vopn og náð til skotmarka um allan heim.
Hver vél kostar sem svarar til rúmlega 10 milljarða íslenskra króna. Bandaríski flugherinn hefur í hyggju að kaupa að minnsta kosti 100 vélar.
B-21 vélarnar koma í staðinn fyrir B-1 og B-2 sem bandaríski flugherinn notar núna.
Nýja vélin er þannig gerð að mun erfiðara er að sjá hana á ratsjá en aðrar flugvélar. Auk þess verður viðhaldskostnaður hennar minni og þar með rekstrarkostnaðurinn. Er það vegna þess hvaða efni voru notuð við smíði hennar.
Framleiðsla er nú þegar hafin á sex vélum og er reiknað með að sú fyrsta verði flughæf um mitt næsta ár.
Rúmlega 8.000 starfsmenn Northrop Grumman og samstarfsaðila vinna nú við framleiðslu vélanna.